Innskráning í Karellen
news

Náttfata og bangsadagur fimmtudaginn 26. ok

25. 10. 2023

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október ár hvert. Hann er haldinn hátíðlegur m.a. í leik- og grunnskólum og á bókasöfnunum. Saga dagsins er Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrum forseti bandaríkjanna var eitt sinn á veiðum ásamt veiðifélögum. Félagarnir hans og hundar eltu uppi björn heillengi og þegar þeir náðu honum bundu þeir hann fastan við tré og sóttu svo Theodore og sögðu honum að skjóta björninn. Hann vildi það ekki. Þessi atburður var uppsprettan af skopmynd sem birtist í Washington Post 1902 og varð kveikjan að framleiðslu tuskubangsa sem kallaður var Teddy´s bear (Bangsinn hans Tedda) hann varð strax mjög vinsæll og framhaldið vitum við öll. Nú er Alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátiðlegur ár hvert á fæðingardegi Teedore Roosevelt.

Bangsadagurinn í ár verður haldinn 26. október þar sem 27. er skipulagsdagur og börnin því ekki í leikskólanum. Að auki ætlum við að hafa náttfatadag 26. okt til að halda uppá fyrsta vetrardag, bláikjarni verður með opinn vinafund kl 15:15 þar sem foreldrar og aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Náttfatadagurinn færist frá öskudegi til fyrsta vetrardags þar sem við munum bjóða börnunum að vera í öskudagsbúningum þann dag.

© 2016 - 2024 Karellen