Á Grænakjarna eru 19 börn á aldrinum eins til tveggja og er þeim skipt upp í fjóra hópa. Á kjarnanum starfar Jeanette sem kjarnastjóri og með henni eru Agnes, Anete og Justyna hópstjórar. Á kjarnanum er lögð áhersla á að börnin finni til öryggis í leikskólanum og fái þá umönnun og hlýju sem þau þurfa á að halda ásamt því að vinna að fjölbreyttum verkefnum.