Innskráning í Karellen


Við viljum hafa skýra stefnu um það hvernig við mótum og byggjum upp jákvæð og virðingarrík samskipti á leikskólanum. Kennarar þurfa verkfæri til að takast á við hegðun og samskipti og geta leiðbeint börnum á árangursríkan en virðingarríkan hátt. Með því að notast við þær aðferðir er auðvelt að láta starf kjarnans ganga vel og á sama tíma ýta undir vellíðan meðal barna. Börn þurfa skýran ramma og að þeim séu sett mörk en það er mikilvægt að það sé gert af staðfestu og virðingu. Með þessum aðferðum eiga börn auðeldara með því að átta sig á til hvers er af þeim ætlast og eiga mun auðveldara með að þroska með sér sjálfsstjórn eða sjálfsaga. Sjálfsagi meðal barnanna ýtir undir skipulagt starf á kjarnanum. Þannig tekst okkur að búa til góðar aðstæður fyrir börnin til að læra í.

Með því að hafa skýra stefnu í þessum málum getum við gert meiri kröfur á samræmd vinnubrögð og viðbrögð kennara. Það tryggir jafnræði meðal barnanna, það að sömu reglur gildi fyrir alla og að börnin. Þegar börnin ganga að því vísu hvaða afleiðingar hegðun þeirra hefur, eru þau ekki einungis fljótari að læra hvar mörkin eru heldur veitir það þeim öryggi og festu. Við viljum fyrst og fremst hafa mörkin skýr og afleiðingar gegnsæjar og eðlilegar en að sama skapi að börnunum líði að á þau sé hlustað, tekið mark á þeim og virðing borin fyrir þeim sem einstaklingum. Þannig verða áherslurnar alltaf eins dag frá degi, sama hvaða kennari er, og þannig vita börnin til hvers er ætlast af þeim.
Skýr, en virðingarrík stefna auðveldar foreldrum einnig aðgengi að upplýsingum um hvernig kennarar vinna með börnum þeirra í daglegu starfi á leikskólanum. Bestur árangur næst þegar skóli og heimili eru samtaka og leggjum við áherslu á að foreldrar/forráðamenn séu í takt þegar á reynir. Þær aðferðir sem við notum í skólanum til að efla jákvæð, virðingarrík samskipti er einnig hægt að nýta heima fyrir.
© 2016 - 2024 Karellen