Innskráning í Karellen
Samkvæmt lögum um leikskóla þá ber að gera innramat á starfi skólans. Markmið þess er m.a. að veita upplýsingar um starfið, tryggja að starfið sé í samræmi við lög og reglugerðir, auka gæði náms og stuðla að umbótum.
(Lög um leikskóla, 2008, kafli 7)
Við mat á skólastarfinu er haldin skráningu á öllu starfinu, bæði hópatímaskráningu og valtímaskráningu. Í lok hvers mánaðar gerir hópstjóri endurmat fyrir sinn hóp, hvað hefur áunnist, hvað má betur fara og setur sér síðan markmið fyrir næsta mánuð. Við vinnslu á ársskýrslu liggja þessi skráningarblöð til grundvallar endurmats á starfi skólans.
Hver hópstjóri heldur einstaklingsskrá fyrir hvert barn í sínum hóp, þar sem hann skráir allar breytingar á þroska, bæði myndrænt og skriflega. Þessum skráningarblöðum er safnað í möppu sem er nýtt til grundvallar í foreldraviðtölum og fylgja barninu alla skólagöngu þess í skólanum. Þannig verður til heildar skráning yfir þroska barnsins á hverjum tíma fyrir sig.
Að auki er skólinn metinn frá hinum ýmsu sjónarhornum m.a. er lagt fyrir spurningakönnun fyrir foreldra, kennara og barnahópinn.
Endurmatshringurinn


Umbótaáætlun vegna Ytra mats

© 2016 - 2023 Karellen