Innskráning í Karellen
staff
Adela-Mihaela Rovenschi
Kennari
Bleikikjarni
Hæ! Ég er frá Rúmeníu. Ég kom til Íslands fyrir 3 árum síðan og ég var ástfangin af sérstöðu þessa lands. Ég er með BA gráðu í rúmenskri og enskri tungu og bókmenntum, meistaragráðu í breskri menningarfræði og kennararéttindi í framhaldsskóla (bæði á Íslandi og í Rúmeníu). Ég enduruppgötvaði sjálfa mig sem kennari og ég er sannfærð um að aðeins í kringum börn get ég verið besta útgáfan af sjálfri mér. Fyrsta hugsun mín à morgnanna er: "Framtíð heimsins er í bekknum mínum í dag!" (I. W. Fitzwater)
staff
Adrienn Horvath
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni
Halló, ég heiti Adrienn frá Ungverjalandi. Ég er mjög ánægð að hafa fengið tækifæri til að vera hluti af þessum leikskóla umkringd ótrúlegum krökkum. Þau eru framtíð okkar og mig langar að hvetja þau þannig að ekkert sé ómögulegt, trúa á sjálfa sig að þau geti verið allt sem þau vilja vera, virða hvert annað og náttúruna. Ég elska að mála, fallhlífastökk, gönguferðir og ég elska að kenna jóga!
staff
Agnes Erla Blomsterberg
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni
staff
Aldís Þorsteinsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Fjólubláikjarni
Ég er fædd og uppalin á Flateyri og flutti í hafnarfjörðinn 2006. Er með diplóma í förðunarfræði og naglafræði og hef unnið í leikskólanum Sjálandi síðan 2011 og elska það. Ég hef gaman að því að ferðast og vera með fjölskyldu og vinum.
staff
Alfredo Xavier Guevara Paz
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Rauðikjarni
staff
Alina Maria Hoppa
Leiðbeinandi í leikskóla 
Bláikjarni
staff
Ance Brunovska
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni, Rauðikjarni, Bláikjarni
Hæhæ! Ég heiti Ance og ég er 22 ára. Ég er frá Lettlandi og flutti til Íslands árið 2009. Ég er að útskrifast í sumar úr Háskóla Íslands með BA- gráðu í Félagsfræði. Ég byrjaði að vinna á leikskólanum Sjálandi í ágúst 2022. Ég hef mjög gaman að börnum og námi sem tengist uppeldi og samfélaginu. Helstu áhugamálin mín eru að ferðast, að skoða náttúruna og að eyða tíma með mínum nánustu.
staff
Anete Ostrovska
Deildarstjóri í leikskóla
Grænikjarni
Ég kom til Íslands í lok árs 2012 og hef búið hér síðan. Ég er mamma sex ára stráks og þar sem hann er með einhverfu hef ég sérstakan áhuga á rannsóknum sem tengjast einhverfu. Ég er að læra félagsvísindi í HA og stefni á að hefja meistaranám í haust.
staff
Anna Karen Hansdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Bleikikjarni
Ég heiti Anna Karen og er 21 árs. Ég er fædd og uppalin í Danmörku, enn síðustu 3 árin hef ég verið búsett á Íslandi, unnið á leikskólanum Sjálandi og spilað handbolta með meistaraflokk Stjörnunnar.
staff
Anna Rannveig Aradóttir
Aðstoðarleikskólastjóri
Hóf starfsferil í leikskóla árið 2001 þá 21 árs. Hef starfað í fjórum leikskólum í Garðabæ samhliða námi og barnauppeldi síðan þá. Fékk Grunnskólakennararéttindi árið 2005 og Montessori kennsluréttindi árið 2009. Hóf störf í leikskólanum Sjálandi haustið 2010 og hef verið kjarnastjóri á flestum kjörnum ásamt listakjarna. Útskrifaðist með Meistaragráðu í Leikskólakennarafræði árið 2015 eftir að ég áttaði mig loks á því að ég vil hvergi annarsstaðar vera.
staff
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Fjólubláikjarni, Gulikjarni, Grænikjarni, Rauðikjarni, Bláikjarni
Ég er búin að vera að vinna á Sjálandi í um það bil eitt og hálft ár og leið ekki á löngu þar til ég áttaði mig á að þarna lægi áhugasvið mitt, í kringum börn. Í kjölfarið skráði ég mig í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og er núna á mínu fyrsta ári þar. Þar að auki er handbolti mitt helsta áhugamál og spila ég í dag með ÍR en ég fór þangað úr Stjörnunni sem ég spilaði með síðustu þrjú ár.
staff
Ástrós Bjarkadóttir
Aðstoðarleikskólastjóri
Árið 2014 hóf ég starfsferil minn á leikskóla og hefur áhugi minn á starfi með börnum eingöngu aukist síðan þá. Ég hafði lengi heillast af leikskólaumhverfinu en ásamt því að vinna á leikskóla hef ég unnið ýmist fjölbreytt starf með börnum á öllum aldri. Því fannst mér við hæfi að skrá mig nám tengt því og varð Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands fyrir valinu og útskrifaðist ég þaðan sumarið 2022.
staff
Bertha Sóley Sverrisdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni
staff
Edda Mjöll Dungal Karlsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Fjólubláikjarni, Rauðikjarni
staff
Elvar Guðmundsson
Leiðbeinandi í leikskóla 
Rauðikjarni
Hæhæ! Ég heiti Elvar og er 25 ára Garðbæingur. Ég er að læra félagsfræði í Háskóla Íslands og stefni á að klára námið á næstu önn. Ég á yndislega kærustu og barn og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á fótbolta. Ég sótti um í félagsfræði vegna þess að ég hef virkilegan áhuga á að vinna bæði með fullorðnum og börnum og þess vegna var tilvalið að fara vinna á leikskóla! Ég hef unnið á tveimur öðrum leikskólum og sem flokkstjóri í Vinnuskóla Kópavogs með unglinga svo ég hef mikið verið að vinna með börnum í gegnum tíðina og kem alltaf aftur því þetta er svo gaman ?
staff
Evaldas Balciunas
Starfsmaður við ræstingar
staff
Evelina Kreislere
Leiðbeinandi í leikskóla 
Fjólubláikjarni, Gulikjarni, Grænikjarni, Rauðikjarni
staff
Fanney Stefánsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Bleikikjarni
Hef starfað á leikskólanum síðan sumarið 2020, bæði í hlutastarfi og einnig í fullu starfi. Útskrifaðist með B.A. í félagsráðgjöf vorið 2021 og starfaði fram að fæðingarorlofi. Kom svo aftur til starfa haustið 2022 og finnst fátt skemmtilegra en að starfa með börnum.
staff
Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir
Sérkennslustjóri
Ég ólst upp í Garðabæ og spilaði lengi með Stjörnunni í hand- og fótbolta. Útskrifaðist 1995 sem grunnskólakennari með íþróttir sem valfag. Árið 2006 flutti ég á Laugarvatn til að ná mér í framhaldsskólaréttindi í íþróttafræðum. Eftir það ákvað ég að fara í meistaranám sem ég kláraði tveimur árum seinna. Ég hef kennt ólík fög á öllum skólastigum og er svo heppin að hafa samhliða vinnu náð að mennta mig í ýmsu er snýr að menntun barna. Mér finnst börn ákaflega dýrmæt og veit hve mikilvægt er að hlúa vel að þeim. Ég er svo heppin að eiga tvær dætur og tvær ömmustelpur sem gefa lífi mínu enn meira gildi. Ég byrjaði í þessu starfi haustið 2022 og finnst ákaflega gott að starfa á þessum vinnustað. Þegar unnið er með börnum er enginn dagur eins og það er einn af kostunum við að vinna með þeim fyrir utan það hve mikið þau kenna mér á hverjum degi.
staff
Hanna Karen Ólafsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Bleikikjarni
staff
Helga Finnborg Oddsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Gulikjarni
Ég hóf störf hjá leikskólanum Sjáland í ágúst 2022, fyrir það hafði ég starfað á hjúkrunarheimili með skóla og sem flokkstjóri í vinnuskólanum í Kópavogi yfir sumarið. Ég útskrifaðist með stúdentspróf af Textíl- og fatahönnunarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ síðastliðið vor og stefni á frekara nám í Textíl- og fathönnun erlendis. Mér finnst lang skemmtilegast að vinna með fólk og mér hefur alltaf fundist gaman að vera í kringum börn. Eftir að ég byrjaði að vinna á Sjálandi varð starf með börnum eitthvað sem ég gæti ímyndað mér sem framtíðarstarf.
staff
Helga Þóra Ragnarsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Bláikjarni
Hæhæ! Ég er fædd og uppalin í Garðabæ og hef búið þar allt mitt líf að undanskildum tveimur sumrum þegar ég bjó í Suður Kaliforníu. Ég hef alla tíð haft mjög gaman af börnum og var aðeins 10 ára þegar ég byrjaði að taka að mér að passa börnin í hverfinu. Undanfarin 2-3 ár hef ég verið í námi að bæta við mig þekkingu til að geta hafið nám við HÍ í leikskólakennarafræði. Ég hef starfað á leikskólanum Sjálandi síðan vorið 2012. Ég hef alla tíð elskað að syngja og dansa og kenni ég einnig dans samhliða leikskólastarfinu. Ég elska að fá að starfa við það sem er svo gefandi, lærdómsríkt og skemmtilegt, eins og það að kenna, hvort sem það er í leikskólanum eða dansinn. Lærdómurinn sem maður öðlast í gegnum samskipti við börnin er ekki síður ávinningur starfsins.
staff
Hergeir Grímsson
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Bláikjarni
Ég er fæddur og uppalinn á Selfossi. Útskrifaðist með B.S. gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hef brennandi áhuga á íþróttum, hreyfingu og heilsu. Ég byrjaði að vinna á Sjálandi í nóvember 2022 en ásamt því spila ég handbolta með Stjörnunni. Ef það eru tvö ráð sem ég ætti að gefa öllum þá er það að drekka nóg af vatni og vera í góðum skóm. (Jón Gnarr)
staff
Hildur Edda Grétarsdóttir
Leikskólastjóri
Útskrifaðist frá HÍ árið 2009 með B.sc. í íþrótta- og heilsufræði og er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Kenndi börnum á grunnskólaaldri í nokkur ár en leikskólastigið heillaði alltaf. Síðan haustið 2019 hef ég starfað í leikskóla og mun klára framhaldsnám í Menntunarfræðum leikskóla í vor samhliða starfinu.
staff
Inga Kreislere
Matráður
Eldhús
Hæ! Ég heiti Inga og ég er frá Lettlandi. Ég flutti til Íslands árið 2009 og hef unnið á Sjálandi í 10 ár. Ég byrjaði að vinna sem matráður hér í Sjálandi árið 2016, en vann inn á kjörnum áður fyrr. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi úr Matartækna- og matsveinanámi árið 2019. Mér finnst gaman að ferðast, að fara í göngutúra og eyða tíma með fjölskyldunni.
staff
Jolanta Eidukoniené
Starfsmaður við ræstingar
staff
Jolita Balciuniene
Stuðningur
staff
Justyna Wojtowicz
kennari
Grænikjarni
staff
Katarzyna Marzena Talkowska
Leiðbeinandi í leikskóla 
Bláikjarni
staff
Leó Ernir Reynisson
Leiðbeinandi í leikskóla 
Gulikjarni
staff
Magdalena Ósk Bjarnþórsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni
Hef starfað á leikskólanum síðan vorið 2020, fyrst í fullu starfi og núna í hlutastarfi samhliða námi í grunnskólakennarafræðum, Mér finnst starf með börnum mjög gefandi og ég elska ferðalög og útivist í mínum frítíma.
staff
María Björk Ásgeirsdóttir
Deildarstjóri í leikskóla
Rauðikjarni
Stefndi alltaf á að vera lögfræðingur þó svo að kennaranámið heillaði alltaf. Hætti í lögfræðináminu og skráði mig í kennaranám. Útskrifaðist frá HA með B.Ed. í Kennarafræðum árið 2020. Hef margra ára reynslu af leikskólastörfum, sem leiddi til stefnubreytingar. Mun ljúka námi við HA á menntavísindasviði með master í „Kennslu á leikskólastigi“ um áramótin ´23/´24. Langar að stefna á frekari nám við menntavísindasvið eftir útskrift.
staff
María Björt Kristinsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Gulikjarni
Ég heiti María Björt og byrjaði að starfa hér í ágúst 2022 eftir að hafa starfað með börnum á sumarnámskeiðum. Ég er stúdent af textíl og fatahönnunarbraut í FG. Ég elska að vera með börnunum og veita þeim hlýju. Skemmtilegast finnst mér að leyfa börnunum að njóta þess að vera í skapandi leik, þar læra þau svo margt.
staff
Nicoleta Mihai
Deildarstjóri í leikskóla
Fjólubláikjarni
Ég er frá Rúmeníu og flutti til Íslands árið 2011. Ég kláraði stærðfræði í Rúmeníu og fékk kennsluréttindi á Íslandi árið 2012 sem stærðfræðikennari í framhaldskóla. Hóf störf í leikskólanum Sjálandi júni 2012 og hef verið á Rauðakjarna, Bláakjarna og Skólakjarna. Hef mikinn áhuga á útivist og elska að láta gott af mér leiða. Það er sagt að ef þú velur eina vinnu sem þú elskar þá þarft þú ekki að vinna einn einasta dag, og það segir allt um af hverju valdi ég að vera kennari.
staff
Patrycja Agnieszka Krawczyk
kennari
Ég kem frá norðurhluta Póllands. Flutti enn norðar, til Íslands, haustið 2017. Ég er sérkennaramenntuð og ég trúi því að hvert barn sé einstaklingur sem á skilið ástríkt, öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem það getur þroskast á sinn hátt. Þegar ég á frí þá er ég með fjölskyldunni minni eða fer í jóga, ferðalög og leikhús.
staff
Paulina Poglód
Háskólamenntaður starfsmaður í leikskóla
Gulikjarni
Ég er fædd og uppalin í Póllandi og útskrifaðist með MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði, frá Vistula University í Varsjá. Ég byrjaði að vinna í Sjálandi í nóvember 2018 og vinn núna sem stuðningur inn á kjarna. Mér líkar mjög vel við starfið mitt, það veitir mér gleði. Ég hef mikinn áhuga á bókmenntum, sérstaklega íslenskum ævisögum og mér finnst gaman að ferðast til útlanda.
staff
Rakel Lilja Wheeler
Deildarstjóri í leikskóla
Gulikjarni
staff
Signý Hlíf Árnadóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
staff
Sigríður Einarsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Fjólubláikjarni
staff
Sóldís Björt Leifsd. Blöndal
Leiðbeinandi í leikskóla 
Rauðikjarni
staff
Tekla Þórdís Thorarensen
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni, Bláikjarni
staff
Veniamin Zhuravlov
Leiðbeinandi í leikskóla 
Fjólubláikjarni
Ég heiti Ven og er frá Úkraínu. Ég og konan mín fluttum til Íslands árið 2020 og verð ég hrifnari og hrifnari af landinu því lengur sem ég dvel hérna. Áður en ég flutti til Íslands bjó ég og starfaði sem kennari í Beijing, Kína í næstum fjögur ár. Ákvörðunin að halda áfram að starfa með börnum var mér auðveld þar sem ég nýt hvers dags í slíku starfi. Áhugamálin mín eru einnig ljósmyndun, hjólreiðar, fjallgöngur, veiði og lestur.
staff
Viktoría Georgsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Bláikjarni
staff
Ye Zhao
Aðstoð í eldhúsi
Eldhús
© 2016 - 2023 Karellen