Innskráning í Karellen

Brúum bilið er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla Garðabæjar en helsta markmið verkefnisins er að skapa samfellu í námi barna á þeim tímamótum þegar þau eru á elsta ári í leikskóla og munu þarnæst hefja grunnskólagöngu. Það er mikilvægt að leik- og grunnskóli byggi upp gagnkvæman skilning og þekkingu á starfi kennara á þessum skólastigum og stuðli að góðu samstarfi í báðar áttir. Markmiðið er einnig að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna þegar þau fara úr leikskólaumhverfi sínu yfir í annars konar umhverfi grunnskólans og leggja þannig drög að farsælu, samfelldu námi barnanna.

brúum bilið- samstarfssamningur.pdf

brúum bilið- samstarfssamningur ii.pdf

© 2016 - 2024 Karellen