Innskráning í Karellen

„Efniviður leikskóla á að vera margbreytilegur og höfða til ólíkra barna á ólíkum, aldri. Mikilvægt er að endurmeta og þróa leikefni reglulega. Leikefni þarf að vera hvetjandi og höfða til mismunandi skynjunar og örva börnin til rannsókna og kannana. Mikilvægt er að börn geti notað leikefni á fjölbreyttan hátt og byggt á reynslu sinni. Rými og efniviður þarf að vekja forvitni barna og ýta undir ímyndunarafl þeirra, sköpunarkraft og tjáningu þannig að hugmyndir þeirra njóti sín“

(Aðalnámskrá, 2011. Bls. 40)


Opinn efniviður er efni sem hefur ekki fyrirfram ákveðið hlutverk eða útkomu eins og til dæmis púsluspil sem eingöngu er hægt að púsla á eina vegu. Það er hægt að nota hann á fjölbreyttan hátt og engin rétt eða röng útkoma. Efniviðurinn er hvetjandi, ýtir undir sköpunarkraft, ímyndunarafl og tjáningu þannig að hugmyndir barnanna fái að njóta sín sem og sjálfstæði þeirra.
  • Markmið með opnum efnivið er að:
  • Allir fái notið sín á eigin forsendum.
  • Æfa skapandi og gagnrýna hugsun.
  • Efla samskipti.
  • Styrkja einstaklinginn.
  • Efniviðurinn hafi ekki fyrirfram ákveðna lausn.
  • Efniviðurinn eigi sér ekki upphaf og endi, hægt að nota á marga vegu.
  • Þróa og þroska leikinn.
  • Allir með jöfn tækifæri í leiknum.
  • Höfða til sköpunar krafts og leikgleði sem heldur öllum möguleikum opnum.


© 2016 - 2024 Karellen