Innskráning í Karellen

Unnið er að endurútgáfu námskránnar á skólaárinu 2023-2024 þar sem ýmislegt hefur breyst og þróast frá því hún var útgefin árið 2014.

námskrá.útgáfa.3.2..pdf

„Í hverjum leikskóla skal gefa út skólanámskrá og er leikskólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá leikskóla og felur í sér uppeldis- og námsáætlun leikskóla þar sem markmið eru sett og skilgreindar leiðir að þeim markmiðum. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla og skólastefnu viðkomandi sveitarfélags. Skólanámskrá skal endurskoða reglulega“
(Lög um leikskóla nr. 90/2008)

Í aðalnámskrá segir að „hver og einn leikskóli eigi að móta sína eigin skólanámskrá og á hún að vera skrifleg og aðgengileg öllum sem málið varðar. Í námskránni á að koma fram hvernig skólinn ætlar sér að vinna að markmiðum aðalnámskrár, hvaða leiðir á að fara og hvernig mati er háttað. Einnig eiga að koma fram gildi skólans og þær hugmyndafræðilegu áherslur sem unnið er með í starfinu. hvernig samskiptum er háttað í skólanum við börn, foreldra, stafsfólk og nærsamfélagið á jafnframt að koma fram í námskránni. Skólanámskrá öðlast ekki gildi nema að fengnum leyfi frá sveitastjórn að fenginni umsögn frá foreldraráði „
(Aðalnámskrá, 2011, bls. 52)


Sá rammi sem settur er leikskólum er mikill og mörgu þarf að fylgja til að skila öflugu og faglegu skólastarfi. Eins og sjá má á mynd hér að neðan er að mörgu að hyggja. Réttindi barna er sá þáttur sem allt skólastarf byggir á. Í Barnasáttmálanum sem er lögfestur af Alþingi kemur m.a. fram réttur barns til menntunar og tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og undirbúa þau til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi. Allt skólastarf byggir á lögum og reglugerðum sem Mennta- og menningamálaráðuneytið setur. Að auki gefur ráðuneytið út aðalnámskrá en hún er leiðarvísir fyrir starf leikskóla. Sveitafélaginu ber að setja sér stefnu í skólamálum og gerir kröfu um að hún sé virk í starfi skólans. Skólinn virkjar hana með útgáfu á skólanámskrá, sem er yfirmarkmið alls starfs innan skólans.

Í okkar skóla setjum við okkur síðan undirmarkmið hvers kjarna sem tryggir ákveðið flæði á milli kjarnanna. Hver kjarni setur sér sértæk annarmarkmið sem eru breytileg og taka mið af starfsáætlun, umbótaáætlun síðustu annar ásamt barna- og starfsmannahópnum.


© 2016 - 2024 Karellen