Innskráning í Karellen

Í hópatíma er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, að efla allar fjölgreindirnar og vinna þannig með styrkleika hvers og eins. Við vinnum markvisst að því að velja verkefni sem hæfa aldri, og áhugasviði barna. Við setjum okkur það markmið að hópatímarnir séu sem fjölbreyttastir og leggjum áherslu á að hver hópur fari á milli svæða innan skólans. Þannig næst það skipulag að einn hópur sé á hverju svæði í einu, hafi rýmið útaf fyrir sig og vinni markvisst eftir þeim faglegu áherslum sem eru í námskránni.

© 2016 - 2024 Karellen