Innskráning í Karellen
news

Haustið og innritun

09. 08. 2023

Nú þegar haustið er að ganga í garð þá berast leikskólanum fjölmargar fyrirspurnir varðandi innritun, aðlögun, laus pláss og fleira í þeim dúr. Leikskólinn Sjáland býður börnum ekki vistun á öðrum forsendum heldur en aðrir leikskólar í Garðabæ en leikskólafulltrúi Garðabæjar og hennar aðstoðarfólk halda vel utan um innritun heilt yfir. Leikskólar Garðabæjar innrituðu í vor eins og hægt var og þegar er búið að taka stöðuna núna í byrjun hausts þá heldur innritun áfram ef einhver hreyfing hefur orðið á biðlista o.fl. Innritun er unnin í góðu samstarfi allra leikskólanna í Garðabæ og þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að upplýsa foreldra eins ítarlega og hægt er á hverri stundu.

© 2016 - 2023 Karellen