Innskráning í Karellen
news

Bleikur- og fjólublárdagur föstudaginn 20. október

17. 10. 2023

Október mánuður er oft vel skreyttur bleikum lit í allskyns útfærslum. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir árverkni-og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins þar sem sjónum er beint að baráttuni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar og hefur hann notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Þann dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Á bleika deginum hvetjum við starfsfólk og börn til að mæta í bleiku í leikskólann. Í ár er bleikidagurinn 20. október sem er núna á föstudaginn og gaman væri að sjá sem flesta í bleiku. Stundum finnst börnum erfitt að ráða við öðruvísi daga en þetta er gott tækifæri til þess að æfa sig og flestum finnst þetta æði. 20 október er einnig dagur málþroskaröskunnar og er litur hans fjólublár sem passar afar vel með bleikum svo það má endilega hafa það í huga. Við hlökkum til að sjá börnin í öðruvísi litum en vanalega til að brjóta upp tilveruna og sýna þessum mikilvægu málefnum samstöðu.

© 2016 - 2024 Karellen