Innskráning í Karellen
news

Birgitta las um Láru og Ljónsa

05. 12. 2022

Það var notaleg stemmning hjá okkur í morgun þegar Birgitta Haukdal las fyrir okkur bókina sína um Láru og Ljónsa á Hrekkjavökunni. Börnin nutu sín vel og augljóst að mörg þekkja bækurnar hennar Birgittu. Þegar lestrinum lauk vildi Ljónsi, tusku ljónið hennar Láru sem var í för með Birgittu fá jólahúfu og skraut og syngja með börnunum nokkur jólalög, tóku þau vel undir sönginn og skemmtu sér vel. Birgitta færði einnig öllum börnunum bakpoka sem settur var í hólfið þeirra.

© 2016 - 2023 Karellen