Innskráning í Karellen
Með einföldu skipulagi náum við að veita starfsfólki, börnum og foreldrum tækifæri til að tileinka sér fyrirkomulag leikskólans sem veitir öryggi og festu. Hver hópur hefur sama hópstjóra allt skólaárið og þannig næst það markmið að vinna á einstaklings forsendum því hópstjórinn fær tækifæri til að ná góðum tengslum við barnið, kynnast því og þekkja styrkleika þess sem og veikleika.
Við tölum um kjarna en ekki hefðbundnar skóladeildir, því þar sem börnin eru þar er kjarni starfsins eða hjarta skólans og því viljum við tala um kjarna. Allir kjarnar hafa sama grunnskipulag á starfi sínu. Í skólanum leitum við eftir að hafa festu og öryggi, sem fylgir því að halda sömu dagskrá yfir allt skólaárið. Dagskránni er skipt í hópatíma og valtíma. Jafnvægi ríkir á milli þessara tíma.


© 2016 - 2024 Karellen