Innskráning í Karellen
Í leiðarljósum leikskóla kemur fram að leikskóli á að vera samfélag þar sem hver einstaklingur nýtur virðingar og leggur sitt af mörkum. Virða skal rétt allra sem þar dvelja, óháð kynferði, bakgrunni, aðstæðum eða getu og leitast við að koma til móts við þarfir allra. Í leikskóla á að leggja áherslu á sjálfstæði og frumkvæði og hvetja á hvert barn til að taka ábyrgð á sjálfu sér.
(Lög um leikskóla nr. 90/2008)


Ein af leiðum sem Leikskólinn Sjáland vill fara í starfi er að börnin séu í skólafötum, því það styður við markmið hans og stefnuna sem unnið er eftir.
Með einkennisklæðnaði í skólum er verið að uppræta félagslegan þrýsting milli nemenda og gera skólann að öruggum stað fyrir þá á meðan þeir sinna námi sínu. Í rannsókn sem gerð var í tveimur skólum á Íslandi sem notast hafa við skólaföt eru nefndir nokkrir kostir sem starfsmenn telja sig sjá eftir að skólafatnaður var tekinn þar upp.
Kostir skólafata á Íslandi:
  • Skólafötin hafa aukið sjálfstraust margra nemenda.
  • Skólafötin skapa liðsheild.
  • Nemendur einblína frekar á vinnu sína.
  • Nemendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af tískunni í skólanum.
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að skólaföt bæta skólastarfið, þau bæta viðmót barna hvers til annars og líðan barnanna sjálfra. Einnig að auðveldara sé að fá börnin til að vera virk í leik og starfi þar sem skólaföt eru til staðar. Rannsóknin sýnir ekki einungis að skólaföt eru fjárhagslega hagstæð fyrir heimili heldur sýndu niðurstöður í öllum spurningum að foreldrar litu yfirleitt jákvæðum augum á skólafatnað þar sem flest allir foreldrar voru sammála því að börnum þeirra líði betur og það drægi úr einelti þar sem skólafatnaður tíðkaðist. Sú rannsókn sem hér hefur verið lýst leiðir í ljós að skólaföt stuðla að því að liðsheild myndast og vellíðan barna eykst. Skólaföt hafa dregið úr félagslegum þrýstingi, minnkað útgjöld heimila og bætt ímynd viðkomandi skóla (Eydís Brynjarsdóttir og Eðvald Möller, 2013, bls. 5, 7)


Vefverslun Sjálands

© 2016 - 2024 Karellen