Innskráning í Karellen
„Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla“.

„Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi

(Lög um leikskóla nr. 90/2008


Í skólanum starfar virkt foreldraráð, með það að markmiði að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans.

Starfsreglur foreldraráðs
1. gr.
Foreldraráð við Leikskólann Sjáland skal starfa á hverju ári og skal starfsár ráðsins hefjast í September ár hvert. Í ráðinu skulu sitja að lágmarki 3 foreldrar nemenda í skólanum. Kosning í ráðið skal fara fram á foreldrafundi.
2. gr.
Hlutverk foreldraráðs samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, 11. gr. skal vera að gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar Garðabæjar um skólanámsskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi. Einnig skal foreldraráð vinna að því að efla upplýsingaflæði á milli skólans og foreldra.
3. gr.
Foreldraráð skal koma saman til funda að lágmarki 5 sinnum á starfsárinu. Leikskólastjóri skal vera ráðinu innan handar með alla aðstöðu og aðbúnað til starfsseminnar. Foreldraráð skal kalla leikskólastjóra á fund a.m.k. einu sinni á hverjum vetri til að tryggja upplýsingaflæði. Á fyrsta fundi nýkjörins foreldraráðs skal ráðið velja sér formann og ritara foreldraráðsins, aðrir í ráðinu eru meðstjórnendur.
4. gr.
Fundargerðir foreldraráðs skulu birtar á heimasíðu skólans ásamt öðrum upplýsingum um foreldraráðið. Birta skal upplýsingar um hverjir sitja í foreldraráði og upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við viðkomandi (símanúmer eða netföng). Þá skal birta starfsreglur þessar á heimasíðu skólans.
5. gr.
Í lok hvers starfsárs skal foreldraráð skila af sér skýrslu um hvað gert hefur verið á árinu. Skýrslu ráðsins skal birta á heimasíðu skólans.
6. gr.
Allir sem sitja í foreldraráði eru bundnir trúnaði í tengslum við allar upplýsingar sem kunna að koma á borð þeirra í ráðinu. Slíkar upplýsingar geta varðað einstaka nemendur eða annað sem telja má viðkvæmar upplýsingar en koma á borð ráðsins í tengslum við umfjöllun þess almennt.


© 2016 - 2024 Karellen