Innskráning í Karellen
Í valtíma er lögð áhersla á sjálfsprottin leik, samskipti og vináttu milli barnanna. Börnin fá tækifæri til að æfa sig að velja sér svæði eftir sínu áhugasviði. Þau fá tækifæri til að efla sig í leik og starfi með opin efnivið og stuðning kennarans sér við hlið. Í valtíma eru sömu svæði í boði, þannig náum við ákveðnu réttlæti og sanngirni með valinu. Í valtímanum hafa börnin tækifæri til að skipta um svæði að því gefnu að það sé laust pláss þar.
Ítarefni er hægt að bjóða uppá þegar börn eru orðin það flink á svæðinu að þau ráða við tiltekt á auknum efnivið og leikurinn er orðinn það þróaður að það þarf aukinn efnivið til að dýpka hann, á alla jafna við eldri börn frekar en yngri. Ítarefni er viðbót við þann efnivið sem til staðar er og því undantekning frekar en regla.

© 2016 - 2024 Karellen