top of page
Sjáland transp.png

Fjölvísistefnan

Stefnan okkar byggir á fjölgreindarkenningu Howard Gardners

Markmiðið í okkar starfi er að allir hafi jafnan rétt til að njóta sín á eigin forsendum og því er áherslan í Fjölvísistefnunni á einstaklingsmiðað nám þar sem hverju barni er mætt þannig að það fái tækifæri til að vinna út frá sínum styrkleikum og tillit tekið til fjölbreytileikans.  Þegar allir fá tækifæri til að vera þeir sjálfir þá ýtir það undir sjálfsprottna náttúrulega gleði og til þess að mæta þörfum allra barna er unnið með fjölbreytt verkefnaval og leitast við að hafa efniviðinn opinn. 

Við notumst við skýrt og einfalt skipulag svo allir viti að hverju er gengið og hvernig deginum er háttað. 

Faglega starfið er svo metið með fjölbreyttum aðferðum og gæðastjórnun þannig að allir hagaðilar; börn, foreldrar, kennarar, stjórnendur og sveitafélagið, taka þátt í að meta starfið. Samkvæmt fyrrnefndri kenningu Howard Gardners eru greindirnar níu talsins og er sérstök áhersla lögð á þema hverrar og einnar milli mánaða, þó svo stefnan í heild sé grunnstoðin í  faglegu starfi allan ársins hring. 

SJÁLAND LEIKSKÓLINN SCALE 1-10.pdf (3).png
SJÁLAND LEIKSKÓLINN SCALE 1-10.pdf (4).png
SJÁLAND LEIKSKÓLINN SCALE 1-10.pdf (5).png
bottom of page