Innskráning í Karellen
news

Krakkahestar

26. 04. 2023

Krakkahestar komu í heimsókn til okkar í morgun líkt og þau hafa gert í rúman áratug. Öll börnin fengu tækifæri til að fara á hestbak og fræðast um hestana Ragga rúsínurass, Óvissu og Blesa. Börnin sýndu mikinn kjark og höfðu mjög gaman af. Þau fáu sem ekki treystu sér á bak fengu að leiða tauminn og strúka hestunum á nebbann. Hægt er að skoða myndir af börnunum á karelenn en einnig eru krakkahestar á instagram og fengu þau leyfi frá nokkrum foreldrum til að birta myndir þar.

© 2016 - 2024 Karellen