Innskráning í Karellen
news

Karnival að hausti

11. 09. 2023

Foreldrafélag leikskólans hefur haft það að venju að halda viðburð að hausti sem nefnist Karnival en þá er leikskólastarfið brotið upp með einhverri uppákomu eða skemmtun. Í ár var Karnivalið með þeim hætti að trúður mætti á svæðið og hélt uppi fjörinu í salnum og eftir það gátu börn og foreldrar átt samverustund á kjarna barnsins. Börnin fengu ávaxtanammi og safa sem vakti mikla lukku og foreldrum gafst tími til að hittast, kynnast og spjalla saman ásamt því að skyggnast örlítið inn í leikskólalífið í Sjálandi.

© 2016 - 2024 Karellen