Innskráning í Karellen
news

Gjafir til Mæðrastyrksnefndar

21. 12. 2022

Það hefur verið falleg hefð undanfarin ár að færa Mæðrastyrksnefnd gjafir handa börnum sem minna mega sín frá Leikskólanum. Undanfarin ár hafa gjafirnar verið settar undir jólatréð í Smáralind en í ár ákváðum við að færa Mæðrastyrksnefnd gjafirnar beint frá okkur. Foreldrafélagið fór um miðjan desember og verslaði nokkrar veglegar gjafir en börnin á leikskólanum höfðu komið með hugmyndir af gjöfum sem þau vildu gefa. Í hópatíma var gjöfunum svo pakkað inn og boðskapurinn ræddur við börnin sem sýndu verkefninu mikinn skilning þrátt fyrir að langa sjálf í pakkana :) Leikskólastjóri fór svo og færði Mæðrastyrksnefnd gjafirnar fyrir hönd leikskólans og fengum við miklar þakkir fyrir. Fallegur boðskapur sem vert er að halda í og þökkum við fulltrúum foreldrafélagsins kærlega fyrir þeirra framtak.

© 2016 - 2023 Karellen