Innskráning í Karellen
news

Bangsadagur og opinn vinafundur

25. 10. 2022

Fimmtudaginn 27. október munum við halda bangsadag hér í leikskólanum og allir eru kvattir til að taka með sér uppáhalds bangsann sinn. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur ár hvert á afmælisdegi Theodore Rosevelt sem var 26. forseti Bandaríkjanna en hann var kallaður Teddy og fyrsti tuskubangsinn var framleiddur undir nafni hans þar sem hann vildi ekki skjóta björn á veiðum. Þennan dag er einnig opinn vinafundur í boði fjólubláakjarna sem mun syngja fyrir okkur nokkur lög í lok dags og eru foreldrar velkomnir að koma og vera með. Vinafundurinn hefst kl 15:30.

© 2016 - 2024 Karellen