Innskráning í Karellen
news

Álfadans á þrettándanum

17. 01. 2023

Föstudaginn 6. janúar héldum við upp á þrettándann hér í leikskólanum. Samkvæmt íslenskri hefð standa jólin yfir í þrettán daga og er þrettándinn þeirra síðastur. Þá fer síðasti jólasveinnin heim til sín og álfarnir flytja búferlum. Börnin tóku með sér vasaljós, hittust í salnum og sungu nokkur lög um kuldann og veturinn. Börnin á Fjólubláakjarna klæddu sig upp sem álfa og dönsuðu fyrir okkur. Allir skemmtu sér vel og er þessi dagur upphaf þemaverkefna um Ísland og íslenskar hefðir sem nær hámarki á bóndadaginn við upphaf Þorra. Þá klæðum við okkur í lopapeysur og fáum hefðbundin íslenskan þorramat. Í næsta mánuðu munum við svo fjalla um hefðir og lönd þeirra sem eru af erlendum uppruna.

© 2016 - 2023 Karellen