news

Vikan 19.-23. febrúar á Gulakjarna

23. 02. 2018

Vikan gekk mjög vel hjá okkur. Fórum út þegar veður leyfði. Vorum að renna í snjónum, moka með skóflu og fötu. Svo fórum við líka að leika í sjóræningjaskipinu.

X hópur (Tómasar hópur) var mikið að lesa bækur þessa viku, þeir hittu líka hund sem heitir Lubbi.

Z hópur (Elviru hópur) var leika með plastdýrin í sullukrók. Svo voru þeir að spila á hljóðfæri og lesa bækur.

R hópur (Alise hópur) var mikið að lita og mála í þessu viku. Vorum að æfa litina. Svo vorum við að æfa telja upp á 15. Við fórum líka að leika með stóru púðana í leikstofunni okkar.

S hópur (Kaiu hópur) var á flesta dagana gestir hjá hinum hópnum.

Á föstudaginn fórum við fram í sal á vinafund sem Gulikjarni sá um.


Öll lögin sem við sungum á vinafund.

Brúnabílalagið

Ba, bú, ba, bú brunabíllinn flautar.

Hvert er hann að fara?

Vatn á eld að sprauta.

Tsss, tsss, tsss, tsss gerir alla blauta.

Mjá, mjá, mjá, mjá mjálmar grá kisa.

Hvert er hún að fara?

Út í skóg að ganga.

Usss, usss, usss, usss skógarþröst að fanga.

Bí, bí, bí, bí skógarþröstur syngur.

Hvert er hann að fara? Burt frá kisu flýgur.

Úí, úí, úí, úí loftin blá hann smýgur.

Gulur, rauður

Gulur, rauður, grænn og blár,

svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn, bleikur banani, appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár,

svartur, hvítur, fjólublár.

Við erum vinir

Við erum vinir,

við erum vinir.

Ég og þú, ég og þú.

Leikum okkur saman,

leikum okkur saman.

Ég og þú, ég og þú.

Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt sótt.

Hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.

Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt.

Hann bankaði á hurðina rraratttatttaata.

Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus.

Hún strax skal í rúmið og ekkert raus.

Hann skrifaði niður hvaða lyf hún skyldi fá.

Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.

Nú er úti norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,

nú er hvítur Esjutindur.

Ef ég ætti úti kindur

þá mundi ég láta þær allar inn,

elsku besti vinur minn.

Úmbarassa, úmbarassa,

úmbarassa-sa.

Úmbarassa, úmbarassa,

úmbarassa-sa.

I am happy

I am Happy, I am Good

I am happy I am good

Satnam, satnam, satnam -ji!

Wahe guru wahe guru wahe guru ji;

I am happy I am good

Satnam, satnam, satnam -ji!

Wahe guru wahe guru wahe guru ji;

Höfuð, herðar, hné og tær

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Augu, eyru, munnur og nef.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Uglulagið

Það var gömul ugla með oddhvasst nef,

tvö lítil eyru og átta littla klær.

Hún sat upp í tré og svo komst þú,

þá flaug hún í burt og sagði „ú, ú , ú“.

Allir krakkar

Allir krakkar,

allir krakkar eru í skessuleik.

Má ég ekki mamma,

með í leikinn þramma.

Mig langar svo,

mig langar svo,

að lyfta mér á kreik.


Sjáumst hresir í næsta víku. :)

© 2016 - 2019 Karellen