news

Vikan 13. feb-17. feb á Bláakjarna

17. 02. 2017

Í þessari viku brölluðum við ýmislegt saman.

Á mánudeginum kom Maggi Molta til okkar og sagðist hafa fengið bréf frá vini sínum. Þessi vinur heitir Blær og kom alla leið frá Ástralíu. Hann ætlar að kenna okkur um vináttu.

X-hópur byrjaði á vorverkunum með því að sá fyrir blómum og grænmeti, Z-hópur fór í vettvangsferð um hverfið og R-hópur hitti vinahóp sinn á Rauðakjarna og fór með honum í vettvangsferð.

Við enduðum svo vikuna á vinafundi sem Gulikjarni sá um.

© 2016 - 2021 Karellen