news

Vikan 13.-17. mars á Bláakjarna

17. 03. 2017

Í þessari viku brölluðum við ýmislegt saman. X- og Z-hópur fóru meðal annars að hitta vini sína á Ísafold auk þess sem unnið var áfram með Blæ og vellíðan. Við föndruðum saman páskaskraut fyrir páskana sem við fáum að taka með heim þegar tekur að líða að þeim.

Á meðfylgjandi mynd sjást stelpurnar í slökun. Undanfarið þá höfum við leyft stelpunum að leggjast á teppið á milli hádegisverðar og valfundar. Þar fá þær tækifæri til að slaka á og hvíla sig frá erli hversdagsins.

© 2016 - 2021 Karellen