Vikan 2.04-6.04 á Skólakjarna

06. 04. 2018

Mjög skemmtileg vika er búin að liða hjá okkur. Á þriðjudaginn var AU hópur að mála mynd inn á kjarna og svo fóru þau út að renna sér á rassaþotu. EY hópur var first úti í snjókast og þau reyndu að búa til snjókarl saman. Þegar þau voru komin inn töluðu þau um fjölskylda og máluðu svo myndir af þeim og einhvern í fjölskyldunni.

Á miðvikudaginn gerðum við læsi og lærðum stafinn Þ/þ. Svo fór EY hópur í göngutúr í hjólabrettagarðinn og skoðuðu nátturuna og dýralifið á leiðini. AU hópur fór út í garð að leika í sólina.

Á fimmtudaginn fóru stelpurnar í sund og strákarnir fóru í hringekju inni með pusluspíl, dýrabókum og dýr í leikstofu. Það var ekki hægt að fara út, þannig að þegar stelpurnar komu úr sundi gerðum við stærðfræði verkefni. Lærðum að telja hliðarnir á mismunandi form og hvernig heitir þá.

Á föstudaginn var Blár dagurinn haldin hátiðilega í leikskólanum okkar. Allir mættu í bláum. Takk fyrir að taka þátt! Við fórum frammi í sal og horfðum á myndband um Dagur og Maríu þar sem þau segja hvernig þau upplifa einhverfuna. Krökkunum fannst það mjög skemmtilegt. Svo fengum við að dansa saman lag sem heitir 'I´m blue'. Siðan gerðum við aftur læsi og lærðum stafinn Ð/ð. Svo fórum við allir út í garð að leika saman í góða veðrinu. Þau fengu líka epli og blár andlitsmálning úti.

Kolbeinn var skemmtikennari í þessari viku og hann gerði jóga með krökkunum, fjolluðu um einhverfa og hvað er það og fór í dansleikir með þeim.

Góða helgi!

© 2016 - 2018 Karellen