news

Vikan 1.10-5.10 á Skólakjarna

05. 10. 2018

Það var svo mikið að gerast hjá okkur á Skólakjarna í þessari viku.

Á þriðjudaginn fórum við á Ísafold saman. AU hóp fór á Dynjandi deild og EY fór á Arnarstapa deild. Börnin voru rosa duglegir að spjalla við fólkið, fóru að lita, spila og leika með kubbum.

Á miðvikudaginn fórum við saman á Sínfoníu tónleika "Drekinn inrra með mér". Þetta var skemmtileg og falleg saga eftir Þórarinn Eldjárn. Sagan fjallaði um tilfiningana barnana : inni hjá okkur öllum er drekki sem getur verið rauður þegar við erum reid, fjólublár þegar við erum hræd, græn þegar hann er glaður, blár þegar við erum leið. Börnin fannst söguna mjög áhugaverð og voru rosa duglegir að hlusta. Við tókum stræto á leiðini heim í leikskóla og allir voru rosa duglegir og fannst það mjög spennandi. Mjög flottur dagur!

Á mánudaginn og fimmtudaginn gerðum við læsi og það var komið að læra stafina O/o og Ó/ó.

Á föstudaginn var Vinafundur framm í sal sem Skólakjarni sá um. Krakkarnir á Skólakjarna stodu sig frábærlega upp á svið, þó að við erum búin að æfa okkur mjög litin. Þau eru "littla geniuses". Þau eru líka búin að æfa sig 2 flott skemmtiatriði. Þann 19 okt verður opin vinafundur þar sem föreldrar (jafnvel ömmur og afar) geta komið og við hlökkum til að sýna ykkur.

Eftir vinafund teiknuðum við mynd fyrir útskriftamöppuni : 'Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?', svo fórum við út í garð að leika saman og taka ferskt loft.

Mig langar að minna ykkur að í næstu viku verður sund fyrir stelpur á mánudaginn og sund fyrir strákar á miðvikudaginn.

Í næstu viku ætlum við að byrja færnikennsluna með börnum. Við ætlum að byrja að kenna þeim markvisst færni sem telst mikilvæg fyrir grunnskóla. Þetta verður mjög gaman og mjög jákvæð!

Endilega kikið á myndirnar sem ég setti inn á Karelen!

Takk fyrir vikuna! Sjaumst kát og hress á mánudaginn!


© 2016 - 2020 Karellen