news

jólakveðja

17. 12. 2019

Á aðventunni ríkir mikil eftirvænting og tilhlökkun til jólanna. Í leikskólanum Sjálandi gerum við okkur glaðan dag en finnst það jafnframt mikilvægt að eiga notalegar samverustundir og njóta augnabliksins með vinum okkar.

Við fórum í okkar árlega jólatrésleiðangur til að sækja jólatré til hafa í salnum okkar en farið er í Heiðmörk og bjóðum við foreldrum að koma með okkur. Þessi ferð varð viðburðarík en tréð komst heim og snéru ferðalangarnir heim með rjóðar kinnar og bros á vör. Tréð var svo skreytt með jólaskrauti sem börnin hafa útbúið og setja þannig allir sinn svip á tréð okkar.

Leikskólinn Sjáland er í vinasamstarfi við hjúkrunarheimilið Ísafold og áttum við með þeim fallega jólastund á aðventunni. Börnin skreyttu jólatréð sem er í garðinum við Ísafold og að því loknu var börnunum boðið inni í heimsókn. Þegar inn var komið sungu saman ungir sem aldnir við harmonikkuspil og boðið var uppá mandarínur og piparkökur. En þessi samverustund verður gerð að jólahefð hjá okkur.

Síðasti viðburðurinn fyrir jól eða 20. desember þá bjóðum við foreldrunum til okkar í jólastund þá eru sungin jólalög, elstu börnin eru með jólaatriði og við fáum jólasveina í heimsókn. Að skemmtun lokinni er boðið uppá kakó og piparkökur sem börnin eru búin að skreyta í skólanum.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og njótið hátíðanna

Kærar jólakveðjur frá öllum í leikskólanum Sjálandi

© 2016 - 2021 Karellen