Jólaball

15. 12. 2017

Fimmtudaginn 14. desember vorum við með jólaball í leikskólanum. Þar voru yngstu börnin okkar að sín fyrstu skref á jólaballi og sum hver ekki farin að ganga. Elstu börnin okkar voru mjög fagmannleg sungu öll öll jólalögin og dönsuðu. Það er sérstaklega gaman að fá að vera með börnunum á þessum degi þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi og mikil tilhlökkun að fara á jólaball. Í hádeginu eldaði Inga handa okkur hangikjöt með öllu tilheyrandi og fengum við með því jólalykt í skólann okkar eða jólasveinalykt eins og einn pjakkurinn orðaði það.
© 2016 - 2019 Karellen