Jól á Sjálandi

11. 12. 2017

Á aðventunni ríkir mikil eftirvænting og tilhlökkun til jólanna. Í leikskólanum Sjálandi gerum við okkur glaðan dag en finnst það jafnframt mikilvægt að eiga notalegar samverustundir og njóta augnablikins. Í ár var farið í jólatrésleiðangur í Heiðmörk og eru foreldrar boðnir að koma með til að fella jólatré fyrir leikskólann þegar heim er komið var tréð skreytt með skrauti sem börnin hafa útbúið. Einnig fórum tveir jólasveinar með í leiðangurinn og hjálpuðu okkur að velja tré og sungu með börnunum.

Leikskólinn er einnig í vinasamstarfi við hjúkrunarheimilið Ísafold og fóru börnin með jólakveðju til heimilisfólksins. Kveðjurnar voru í formi jólskrauts sem var hengt upp bæði inni á heimiliseiningunum og út á jólatré í garðinum. Einnig sungu börnin jólalög fyrir heimilisfólk Ísafoldar. Jólavinafundur er fastur liður í starfinu hjá okkur á aðventunni en þá höfum við notalega jólastund í salnum okkar, sungin jólalög, kertaljós og lesin jólasaga. Kærar jólakveðjur frá öllum í leikskólanum Sjálandi.

© 2016 - 2019 Karellen