Innskráning í Karellen
news

Grænfáninn

06. 11. 2017

Leikskólinn er Grænfánaskóli en það er alþjóðleg viðurkenning og felst í því að gæta að umhverfinu og vinna að sjálfbæru samfélagi. Það sem við höfum einbeitt okkur að undanfarið er endurnýting og flokkun og höfum hug á því að skoða matarsóun og hvernig við erum að standa okkur í þeim málum.

Í tengslum við Grænfánaverkefnið erum við með umhverfisviku þar sem unnið er markvisst að þáttum er snúa að umhverfinu og verndum þess. Unnin er plaköt og fleira sem hengd eru upp inni í salnum.


© 2016 - 2024 Karellen