Skólakjarni fékk boð um að fara og hitta listamanninn Hildigunni Birgisdóttur en hún er með sýningu hér í Löngulínu. Börnin fengu að skoða sýninguna hennar og vann hún með þeim verk sem verða hengd upp á sýningunni.
Við látum ekki veður og færð trufla okkur hér í Sjálandi. Þessir ungu menn klæddu sig upp í hálkunni og fóru með kubbana sína út þar sem autt var. Það fannst þeim mjög spennandi og nutu þess að komast út þrátt fyrir ófærð.
...
Við óskum ykkur öllum gleðilegar jóla og þökkum liðið ár
en okkur hlakkar mikið til þess nýja og þeim ævintýrum og áskorunum sem það mun án efa bera með sér
Jólakveðja
Leikskólinn Sjáland hefur þau forréttindi að vera með fjöruna í næsta nágrenni við sig. Í dag var hópur af Grænakjarna að fara niður í fjöru að gefa öndunum en þær eru orðnar svo gæfar að þær komu röltandi á móti stelpunum. Hópurinn fór svo allur niður í fjör ...
Það er alltaf mikil gleði í Sjáland þegar fyrsti snjórinn fellur og hægt er að renna á hólnum okkar. Börnin vona að við fáum að hafa hann lengur en að eru kannski ekki allir sammála þeim.
...